Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir að ekkert vopnahlé verði á Gasasvæðinu án þess að Hamas-hryðjuverkasamtökin sleppi ísraelskum gíslum úr haldi.
Netanjahú sagði í samtali við bandarísku fréttastofuna ABC að klukkustundar hlé hér og þar verði eftir sem áður gert til að koma vistum inn á svæðið og öðrum nauðsynjum í mannúðarskyni.
Þá sagði forsætisráðherrann að Ísrael muni hafa yfir Gasasvæðinu að ráða að stríði loknu.
„Ef við munum ekki sjá um öryggisgæslu á svæðinu munu gjósa upp hryðjuverkaalda í boði Hamas-hryjuverkasamtakanna á skala sem enginn getur ímyndað sér.“
Ísrael dró herlið sitt til baka frá Gasasvæðinu árið 2005 eftir 38 ára samfellt hernám.