Volodimír Selenskí telur ekki tímabært að boða til kosninga á næsta ári. Herlög ríkja í Úkraínu sökum stríðsins og fyrir vikið falla strangt til tekið allar kosningar niður í landinu, þar á meðal forsetakosningarnar sem áttu að fara fram á næsta ári.
„Við þurfum að ákveða hvort nú sé tími varnaraðgerða eða sóknar, sú ákvörðun mun hafa í för með sér örlög ríkisins og þegna þess,“ sagði forsetinn í daglegu ávarpi sínu á mánudag.
Þar lagði hann einnig áherslu á að þjóðin standi saman.