Hvetur Ísraelsmenn til að hernema ekki Gasa að loknu stríði

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AFP

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti Ísraela á miðvikudag til að hernema ekki Gasa þegar stríði þeirra við Hamas lýkur.

Blinken ræddi við fréttamenn eftir viðræður utanríkisráðherra G7-ríkjanna í Japan og taldi upp það sem hann sagði vera lykilatriði til að skapa varanlegan frið og öryggi.

„Bandaríkin telja að lykilþættir ættu að fela í sér: Engir nauðungarflutningar Palestínumanna frá Gasa, ekki núna og ekki eftir stríðið, ekki að nota Gasa sem vettvang fyrir hryðjuverk eða aðrar ofbeldisfullar árásir og ekki hernema Gasa eftir að átökunum lýkur,“ sagði Blinken við fréttamenn.

Í yfirlýsingu utanríkisráðherra G7 ríkjanna lýstu þeir yfir stuðningi að komið verði á mannúðarhléi, að opnaðar verða öruggar leiðir á Gasa til að tryggja flutning á hjálpargögnum inn á Gasasvæðið og til þess að tryggja frelsun gísla sem eru í haldi Hamas-hryðjuverkasamtakanna.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka