Ísraelsher hefur umkringt Gasaborg

Gríðarleg eyðilegging er víða í Gasaborg.
Gríðarleg eyðilegging er víða í Gasaborg. AFP

Benjamín Netanjahú segir Ísraelsher hafa umkringt Gasaborg og vinni nú innan borgarmarkanna.

Þetta kemur fram á BBC.

Hvíta húsið hefur sagt að það styðji ekki að Gasa verði hernumin á ný þegar stríði lýkur.

Netanjahú hefur sagt að eina leiðin svo Hamas-hryðjuverkasamtökin muni ekki efna til hryðjuverkaöldu á skala sem enginn geti ímyndað sér sé að Ísrael muni sjá um öryggisgæslu á svæðinu.

Stjórnvöld í Bandaríkjunum segja að yfir 400 bandarískir ríkisborgarar hafi yfirgefið Gasasvæðið um Rafah-landamærastöðina inn í Egyptaland.

Yfir 10.300 manns hafa fallið á Gasasvæðinu þar af yfir 4.000 börn síðan Ísraelsher hóf loftárásir í kjölfar árasar Hamas á ísraelska borgara. Þetta segja heilbrigðisyfirvöld á Gasasvæðinu sem Hamas-hryðjuverkasamtökin stýra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert