Segja viðræður um þriggja daga vopnahlé í gangi

Hamas tóku um 240 gísla í árásinni 7. október.
Hamas tóku um 240 gísla í árásinni 7. október. AFP/Jack Guez

Heimildarmenn með tengsl við hryðjuverkasamtökin Hamas segja viðræður standa yfir er snúa að því að samtökin sleppi tólf gíslum úr haldi, þar af sex bandarískum ríkisborgurum, gegn þriggja daga vopnahléi á Gasasvæðinu.

„Viðræðurnar snúast um að tólf gíslum, helmingur þeirra Bandaríkjamenn, verði leystir úr haldi í skiptum fyrir þriggja daga mánnúðarhlé, til að gera Hamas kleift að sleppa gíslunum og til að hægt sé að gera Egyptum kleift að veita mannúðaraðstoð í lengri tíma,“ hefur AFP-fréttastofan eftir heimildarmanninum.

Hamas tóku um 240 gísla yfir á Gasasvæðið í árásinni á Ísrael 7. október.

Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, hefur sagt að ekk­ert vopna­hlé verði á Gasa­svæðinu án þess að Ham­as sleppi ísra­elsk­um gísl­um úr haldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert