Segjast hafa drepið einn af leiðtogum Hamas

Ísraelskir hermennn við öllu búnir.
Ísraelskir hermennn við öllu búnir. AFP

Ísraelski herinn segist hafa ráðið Mohsen Abu Zina, einn af leiðtogum Hamas-hryðjuverkasamtakanna, af dögum.

Þetta kemur frá á vef BBC. Í tilkynningu frá ísraelska hernum segir að Zina hafi verið yfirmaður leyniþjónustu-og vopnadeildar Hamas og einn af leiðtogum þeirra í framleiðslu hernaðarlegra skotfæra og eldflauga.

Heilbrigðisyfirvöld á Gasa greindu frá því í dag að tala látinna í stríðinu sé komin í 10.569. Af þeim eru 4.324 börn og 2.823 konur. Þá eru rúmlega 26 þúsund manns særðir frá því átökin brutust út þann 7. október.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka