Þúsundir flýja yfir í suðurhluta Gasa

Þúsundir manna hafa flutt sig yfir í suðurhluta Gasaborgar.
Þúsundir manna hafa flutt sig yfir í suðurhluta Gasaborgar. AFP

Ísraelski herinn segir að rýmingarleið hafi verið opin aftur í fjórar klukkustundir í dag til að gera fólki kleift að flytja frá norðri til suðurhluta Gasa-svæðisins. Þetta er fimmti dagurinn í röð sem leiðin er opnuð.

Avichay Adraee talsmaður hersins sagði í morgun að þúsundir manna hafi haldið í suðurhlutann eftir kröfur og ákall frá hernum.

Sameinuðu þjóðirnar segja að 15.000 manns hafi farið leiðina í gær, samanborið við 5.000 á mánudaginn og 2.000 á sunnudaginn.

Stjórnvöld á Gasa greindu frá því í gær að enn væru 600 þúsund manns í norðurhluta Gasaborgar. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, lét hafa eftir sér fyrr í dag að her Ísraels hafi umkringt Gasaborg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka