Samið um fjögurra klukkustunda hlé

Ísrael hefur boðað daglegt hlé í átökunum, sem gefur fólki …
Ísrael hefur boðað daglegt hlé í átökunum, sem gefur fólki tækifæri til að flýja ákveðin átakasvæði. AFP/Said Khatib

Ísrael hefur samþykkt að láta af árásum á Gasavæðið í fjórar klukkustundir daglega til þess að leyfa óbreyttum borgurum að flýja svæðið. Hvíta húsið greindi frá þessu í tilkynningu að því er fram kemur í New York Times

Nær samkomulagið aðeins til ákveðins svæði í norðurhluta Gasa.

Ísrael hefur undanfarna daga opnað fyrir flótta fólks í norðurhluta Gasa í gegnum eina afmarkaða leið yfir landamærin, en til stendur að opna að undankomuleið.

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafnaði fyrr í dag tilboði um fimm daga vopnahlé í skipti fyrir lausn sumra þeirra ísraelsku gísla sem Hamas-hryðjuverkasamtökin hafa í haldi.

Greiða leiðina fyrir mannúðaraðstoð

„Ísrael hefur tilkynnt okkur að það verði engar hernaðaraðgerðir á svæðinu á meðan hléinu stendur,“ sagði John F. Kirby, fulltrúi frá Hvíta húsinu. 

„Þetta er skref í rétta átt,“ sagði hann og bætti við að Hvíta húsið vonast til þess að hléin „standi yfir eins lengi og þarf“.

Kirby sagði hléin ekki einungis gefa óbreyttum borgurum tækifæri til þess að flýja svæðið heldur myndi það greiða leiðina fyrir mannúðaraðstoð.

Kirby vonaðist einnig til þess að þetta gæfi Hamas-hryðjuverkasamtökunum hvata til að láta einhvern hluta af gíslunum lausa.

NYT

Birgðir á leið frá Katar til Gasa.
Birgðir á leið frá Katar til Gasa. AFP/Karim Jaafar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert