Árásir á Shifa sjúkrahúsið á Gasa

Ísraelsher heldur áfram linnulausum eldflaugaárásum á Gasa.
Ísraelsher heldur áfram linnulausum eldflaugaárásum á Gasa. AFP

Árásir voru gerðar á Shifa sjúkrahúsið á Gasa í nótt en sjúkrahúsið er það stærsta á Gasavæðinu.

Abu Salmiya, forstjóri Shifa sjúkrahússins, segir í viðtali við Al Jazeera að fjórar eldflaugaárásir hafi gerðar á sjúkrahúsið og hafi sex manns látið lífið í árásunum.

„Það er enginn öruggur staður til að flytja sjúka og slasaða af sjúkrahúsinu,“ segir forstjórinn í samtali við Al Jazeera.

Hann segir að göngudeild sjúkrahússins hafi orðið fyrir barðinu í árásum næturinnar og fregnir herma að ísraelski herinn hafi umkringt sjúkrahúsið, sem er staðsett í hjarta Gasaborgar, nálægt herstöðvum Hamas hryðjuverkasamtakanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert