Átta ungmenni handtekin vegna gyðingaandúðar

Beðið eftir neðanjarðarlest í París.
Beðið eftir neðanjarðarlest í París. AFP/Miguel Medina

Franska lögreglan handtók í morgun átta ungmenni undir lögaldri vegna gyðingaandúðar um borð í neðanjarðarlest í höfuðborginni París.

Ungmennin sungu níðsöngva um borð í lestinni þann 31. október, tóku þá upp á síma og birtu víða á samfélagsmiðlum, að sögn saksóknara.

Aukin gyðingaandúð hefur verið í Frakklandi á sama tíma og átök eru í gangi á milli Ísraela og liðsmanna hryðjuverkasamtakanna Hamas.

Alls hafa 1.250 árásir tengdar gyðingaandúð verið skráðar í Frakklandi síðan stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs hófst 7. október.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert