Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur rekið innanríkisráðherrann Suellu Braverman úr ríkisstjórn landsins.
Breskir fjölmiðlar greindu frá þessu í morgun.
Sunak er með þessu að stokka upp í ríkisstjórn sinni fyrir þingkosningarnar sem eiga hefjast í landinu á næsta ári.
Sunak hafði verið undir auknum þrýstingi um að reka Braverman eftir að hún var sökuð um að auka á spennuna í Bretlandi á sama tíma og mótmælagöngur hafa verið haldnar til stuðnings Palestínumönnum og aðrar göngur haldnar gegn þeim.