Innanríkisráðherra Bretlands rekinn

Rishi Sunak (til hægri) ásamt Suellu Braverman í síðasta mánuði.
Rishi Sunak (til hægri) ásamt Suellu Braverman í síðasta mánuði. AFP/James Manning

Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur rekið innanríkisráðherrann Suellu Braverman úr ríkisstjórn landsins.

Breskir fjölmiðlar greindu frá þessu í morgun.

Sunak er með þessu að stokka upp í ríkisstjórn sinni fyrir þingkosningarnar sem eiga hefjast í landinu á næsta ári.  

Suella Braverman var viðstödd minningarathöfn í Lundúnum í gær.
Suella Braverman var viðstödd minningarathöfn í Lundúnum í gær. AFP/Henry Nicholls

Sunak hafði verið undir auknum þrýstingi um að reka Braverman eftir að hún var sökuð um að auka á spennuna í Bretlandi á sama tíma og mótmælagöngur hafa verið haldnar til stuðnings Palestínumönnum og aðrar göngur haldnar gegn þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert