Sjúkrahúsið ekki lengur starfhæft

Frá Gasasvæðinu.
Frá Gasasvæðinu. AFP/Fadel Senna

Þúsundir manna eru enn fastar á stærsta sjúkrahúsi Gasaborgar. Erfitt hefur reynst að koma fólki í öruggt skjól vegna harðra bardaga Ísraelshers og liðsmanna Hamas.

Aðstæður hafa farið versnandi fyrir mörg hundruð sjúklinga sjúkrahússins Al-Shifa ásamt þúsundum annarra sem hafa leitað skjóls á svæðinu.

Fólk sem er statt á sjúkrahúsinu sagði við AFP-fréttastofuna í gær að harðir bardagar hefðu geisað þar í allt gærkvöld.

Særð börn flutt á Al-Shifa sjúkrahúsið í Gasa í síðasta …
Særð börn flutt á Al-Shifa sjúkrahúsið í Gasa í síðasta mánuði. AFP

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, og aðrar stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa varað við því að allt að þrjú þúsund sjúklingar og starfslið séu á sjúkrahúsinu án nægilegs vatns og matar.

„Því miður virkar sjúkrahúsið ekki lengur sem sjúkrahús,” sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO, og átti við að það væri ekki lengur starfhæft. 

„Það eru liðnir þrír dagar án rafmagns og vatns,” bætti hann við og sagði ástandið ískyggilegt.

Hamas-samtökin segja jafnframt að öll sjúkrahús á norðurhluta Gasasvæðisins séu orðin óstarfhæf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert