Ása heimsótti Heuermann í fangelsi

Heuermann við réttarhöldin í september.
Heuermann við réttarhöldin í september. AFP

Ása Ellerup, eig­in­kona Rex Heu­er­mann, mun vera viðstödd réttarhöldin yfir eiginmanninum. Lögmaður Ásu segir hana vilja sjá með eigin augum hvort sannanir séu fyrir voðaverkunum sem hann er sakaður um að hafa framið. Heuermann er ákærður fyrir að myrða þrjár konur og er grunaður um að hafa orðið valdur að bana fjórðu konunnar.

Í samtali við Daily Mail, segir Robert Macedonia, lögfræðingur Ásu, að hún hygðist hlýða á vitnisburði og sönnunargögn sem komi fyrir dómi til að skera úr um sekt eiginmannsins sjálf, frekar en að hlusta á fjölmiðla, hlaðvarpsþætti eða lögmann fjölskyldna fórnalambanna. 

Ása Ellerup og börnin hennar Victoria og Christoper.
Ása Ellerup og börnin hennar Victoria og Christoper. Ljósmynd/Gofundme

Eyddi um klukkustund með eiginmanninum

Sagði Macedonia Ásu hafa heimsótt eiginmanninn í fangelsi nýverið og eytt um klukkustund með honum. Er það í fyrsta sinn sem hún heimsækir eiginmanninn, en hún sótti um lögskilnað sex dögum eftir handtöku hans.

Heu­er­mann er ákærður fyr­ir morðið á Mel­issu Bart­helemy sem hvarf árið 2009 sem og Meg­an Waterm­an og Am­ber Costello sem hurfu árið 2010.

Þá er hann grunaður um morðið á Maureen Brain­ard-Barnes sem hvarf árið 2007. All­ar voru þær á þrítugs­aldri og voru að sögn sak­sókn­ara vænd­is­kon­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert