„Þetta er ómannúðlegt“

Palestínskar konur bíða átekta á sjúkrahúsinu Al-Shifa.
Palestínskar konur bíða átekta á sjúkrahúsinu Al-Shifa. AFP

Ísraelskir skriðdrekar og önnur brynvarin tæki hafa safnast saman fyrir utan stærsta sjúkrahús Gasaborgar, Al-Shifa.

Sameinuðu þjóðirnar telja að þúsundir og jafnvel fleiri en 10 þúsund manns, þar af sjúklingar, starfsfólk og aðrir á flótta, haldi til á sjúkrahúsinu og komist ekki út vegna átaka Ísraelshers og hryðjuverkasamtakanna Hamas í nágrenninu.

AFP

„Við erum ekki með rafmagn. Það er ekkert vatn á sjúkrahúsinu. Það er enginn matur,” sagði skurðlæknir sem starfar fyrir samtökin Læknar án landamæra. „Þetta er ómannúðlegt.”

Ísraelsmenn saka liðsmenn Hamas um að notfæra sér göng undir sjúkrahúsinu í hernaði sínum og segja þá nota þá sem eru veikir og særðir sem mannlega skildi. Hamas vísa þessu á bug.

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur hvatt ísraelsk stjórnvöld til að draga úr átökum í nágrenni við sjúkrahúsið. „Það verður að vernda sjúkrahúsið,” sagði hann í Hvíta húsinu.

Joe Biden Bandaríkjaforseti á fundi í Hvíta húsinu í gær.
Joe Biden Bandaríkjaforseti á fundi í Hvíta húsinu í gær. AFP/Saul Loeb
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert