Segja innrás á sjúkrahús „glæp gegn mannkyninu“

Frá sjúkrahúsinu Al-Shifa í síðustu viku.
Frá sjúkrahúsinu Al-Shifa í síðustu viku. AFP

Hamas-hryðjuverkasamtökin segja hernaðaraðgerð Ísraelshers á sjúkrahúsinu Al-Shifa í Gasaborg vera „stríðsglæp”, „siðferðisglæp” og „glæp gegn mannkyninu”.

Fram kemur í tilkynningu frá Hamas að níu þúsund sjúklingar, starfsfólk og almennir borgarar hafi verið á sjúkrahúsinu þegar ráðist var inn á sjúkrahúsið í skjóli nætur, að því er BBC greinir frá.  

Í myndskeiði á samfélagsmiðlinum X segir Izzat al-Rishg, leiðtogi Hamas, að Ísraelar hafi ráðist á aðstöðu fyrir almennra borgara, ekki bækistöð hernaðar.

Í fyrri yfirlýsingu sögðu Hamas að bandarísk stjórnvöld og Joe Biden Bandaríkjaforseti bæru ábyrgð á hernaðaraðgerð Ísraela.

Bæði Ísraelar og Bandaríkin segja Hamas vera með stjórnstöð undir sjúkrahúsinu, en samtökin vísa því á bug.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert