„Stöðvið þennan hrylling“

Catherine Russell, yfirmaður barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, segir að hún hafi orðið vitni að hrikalegum atburðum í heimsókn á Gasasvæðið og hún hvetur Ísrael og Hamas-hryðjuverkasamtökin til að stöðva hryllinginn.

„Það sem ég sá og heyrði var hrikalegt. Þeir hafa mátt þola ítrekaðar sprengjuárásir, missi og landflótta. Aðilar deilunnar eru að fremja alvarleg brot gegn börnum,“ segir Russell og bætir því við að barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, fordæmi dráp, limlestingu, mannrán og árásir á skóla og sjúkrahús.

Ísraelsmenn hafa heitið því að tortíma Hamas-hryðjuverkasamtökunum til að bregðast við árásum þeirra á Ísrael þann 7. október þar sem 1.200 manns féllu i valinn og um 240 manns voru teknir í gíslingu.

Heilbrigðisyfirvöld í Gasa, sem er á vegum Hamas, segir að loftárásir Ísraelsmanna og árásir á jörðu niðri hafi kostað 11.300 manns lífið.

11.300 Palestínumenn hafa látið lífið í árásum Ísraelsmanna á Gasa.
11.300 Palestínumenn hafa látið lífið í árásum Ísraelsmanna á Gasa. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert