Ísraelsher segist hafa fundið lík hermanns sem var tekinn sem gísl af Hamas-samtökunum.
Herinn hafði fyrr í vikunni fengið það staðfest að konan væri látin. Hún var ein af um 240 gíslum sem liðsmenn Hamas tóku höndum 7. október, þegar þeir drápu 1.200 manns í Ísrael, að sögn Ísraelsmanna.
19 year old CPL Noa Marciano was abducted and murdered by Hamas terrorists on October 7.
— Israel Defense Forces (@IDF) November 17, 2023
Her body was found and extracted by IDF troops adjacent to the Shifa Hospital in Gaza.
The IDF sends its heartfelt condolences to the family and will continue to support them. pic.twitter.com/f7eWBUrzVq
„Lík hermannsins Noa Marciano…hefur fundist,” sagði í yfirlýsingu hersins þar sem fram kom að það hefði fundist „í byggingu hjá sjúkrahúsinu Al-Shifa” á Gasasvæðinu.
Liðsmenn Hamas segja að Marciano, sem var 19 ára, hafi dáið í loftárásum Ísraels.
Ísraelshers sagðist í gær hafa fundið lík annars gísls, Yehudit Weiss, í byggingu við hliðina á Al-Shifa.