Fundu lík eins gíslanna

Ísraelskir hermenn á norðurhluta Gasasvæðisins í gær.
Ísraelskir hermenn á norðurhluta Gasasvæðisins í gær. AFP

Ísraelsher segist hafa fundið lík hermanns sem var tekinn sem gísl af Hamas-samtökunum.

Herinn hafði fyrr í vikunni fengið það staðfest að konan væri látin. Hún var ein af um 240 gíslum sem liðsmenn Hamas tóku höndum 7. október, þegar þeir drápu 1.200 manns í Ísrael, að sögn Ísraelsmanna.

„Lík hermannsins Noa Marciano…hefur fundist,” sagði í yfirlýsingu hersins þar sem fram kom að það hefði fundist „í byggingu hjá sjúkrahúsinu Al-Shifa” á Gasasvæðinu.

Liðsmenn Hamas segja að Marciano, sem var 19 ára, hafi dáið í loftárásum Ísraels.

Ísraelshers sagðist í gær hafa fundið lík annars gísls, Yehudit Weiss, í byggingu við hliðina á Al-Shifa.

Ísraelskir hermenn á norðurhluta Gasasvæðinsins í gær.
Ísraelskir hermenn á norðurhluta Gasasvæðinsins í gær. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert