Ása Guðbjörg Ellerup og börn hennar tvö hafa skrifað undir samning við framleiðslufyrirtækið Peacock/NBC um gerð heimildarmyndar um líf þeirra eftir að heimilisfaðirinn, Rex Heuermann, var ákærður fyrir morð á þremur konum.
Bandaríska fréttaveitan NewsNation greinir frá því að Ása og börnin fái minnst eina milljón bandarískra dala fyrir myndina. Upphæðin samsvarar rúmum 141 milljónum íslenskra króna.
Heuermann var handtekinn í New York-borg í júlí. Eins og áður segir er hann ákærður fyrir morð á þremur konum. Konurnar hurfu árin 2009 og 2010.
Stuttu eftir handtökuna sótti Ása um skilnað frá Heuermann, en skilnaðurinn er ekki genginn í gegn.
Á miðvikudag var mál Heuermann tekið fyrir dóm. Ása mætti í réttarsalinn ásamt lögmönnum sínum og framleiðslumönnum heimildarmyndarinnar.
Lögmaður Ásu segir að hún muni mæta í réttarhöldin til að sjá sönnunargöngn ákæruvaldsins með eigin augum.