Segja sjúkrahúsið banvænt hættusvæði

Al-Shifa er stærsta sjúkrahús Gasaborgar.
Al-Shifa er stærsta sjúkrahús Gasaborgar. AFP

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir Al-Shifa sjúkrahúsið á Gasa dauðagildru og hefur tilkynnt áform um tafarlausa rýmingu.

Í heimsókn sérfræðinga WHO og Sameinuðu þjóðanna fundust vísbendingar um skotárásir, auk fjöldagrafar við inngang sjúkrahússins. Var teyminu sagt að þar væru líkamsleifar 80 manns.

Ísraelsher fyrirskipaði rýmingu sjúkrahússins í gær. Um er að ræða stærsta sjúkrahúsið á Gasasvæðinu þar sem voru um 2.000 sjúklingar, læknar og fólk á flótta. Um 300 manns eru nú eftir á sjúkrahúsinu.

Skipuleggja brottflutning

WHO kveðst vera að skipuleggja brýnan brottflutning þeirra sem eftir eru til annarra svæða á Gasa. Sjúkrahúsið sé banvænt hættusvæði og algerlega ónothæft.

Ísraelsher hefur setið um sjúkrahúsið dögum saman og telur að hryðjuverkasamtökin Hamas reki stjórnstöð undir því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert