Spennandi kosningar í Argentínu

Frambjóðendurnir tveir, Sergio Massa og Javier Milei.
Frambjóðendurnir tveir, Sergio Massa og Javier Milei. AFP/Maximiliano Vernazza og Luis Robayo

Arg­entínu­menn gengu til for­seta­kosn­inga í dag. Valið stóð á milli Sergio Massa efna­hags­ráðherra og Javier Milei sem er utang­arðsmaður í stjórn­mál­um.

Fram­bjóðend­urn­ir tveir boðuðu ólíka efna­hags­stefnu sem hef­ur sett mark sitt á kosn­ing­arn­ar. Hag­kerfi Arg­entínu er það þriðja stærsta í Rómönsku-Am­er­íku, en einnig og eitt það sveiflu­kennd­asta í heimi.

Argentínumenn gengu til forsetakosninga í dag.
Arg­entínu­menn gengu til for­seta­kosn­inga í dag. AFP/​Luis Robayo

Vill pes­ann burt

Massa boðaði í augu margra meira af sömu efna­hags­stefnu og ríkt hef­ur und­an­far­in ár. Milei hef­ur heitið því að stöðva óhefta eyðslu stjórn­valda, skipta pes­an­um út fyr­ir banda­ríkja­dal og rústa seðlabank­an­um.

Skoðanakann­an­ir sýna Milei með ör­lítið for­skot. Bú­ist var við bráðabirgðaúr­slit­um í kvöld, en kjör­stjórn hef­ur varað við því að það gætu liðið allt að fimm dag­ar þar til taln­ingu at­kvæða lýk­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert