Spennandi kosningar í Argentínu

Frambjóðendurnir tveir, Sergio Massa og Javier Milei.
Frambjóðendurnir tveir, Sergio Massa og Javier Milei. AFP/Maximiliano Vernazza og Luis Robayo

Argentínumenn gengu til forsetakosninga í dag. Valið stóð á milli Sergio Massa efnahagsráðherra og Javier Milei sem er utangarðsmaður í stjórnmálum.

Frambjóðendurnir tveir boðuðu ólíka efnahagsstefnu sem hefur sett mark sitt á kosningarnar. Hagkerfi Argentínu er það þriðja stærsta í Rómönsku-Ameríku, en einnig og eitt það sveiflukenndasta í heimi.

Argentínumenn gengu til forsetakosninga í dag.
Argentínumenn gengu til forsetakosninga í dag. AFP/Luis Robayo

Vill pesann burt

Massa boðaði í augu margra meira af sömu efnahagsstefnu og ríkt hefur undanfarin ár. Milei hefur heitið því að stöðva óhefta eyðslu stjórnvalda, skipta pesanum út fyrir bandaríkjadal og rústa seðlabankanum.

Skoðanakannanir sýna Milei með örlítið forskot. Búist var við bráðabirgðaúrslitum í kvöld, en kjörstjórn hefur varað við því að það gætu liðið allt að fimm dagar þar til talningu atkvæða lýkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert