Ísrael birti í gær upptökur úr öryggismyndavélum frá 7. október, deginum sem hryðjuverkasamtökin Hamas réðust inn í Ísrael.
Upptökurnar sýna byssumenn Hamas elta fólk og taka síðan konu af lífi.
Fólkið sem sést flýja á upptökunni var að hlaupa frá tónlistarhátíð þar sem Hamas-liðar frömdu fjöldamorð. Flest fórnarlömbin voru almennir borgarar.
Í lok myndskeiðsins, í bakgrunni, situr ein kvennanna sem verið er að elta á jörðinni. Augnabliki síðar lyftir Hams-liði riffli sínum og skýtur af stuttu færi á konuna sem fellur í jörðina.
Viewer discretion:
— Israel ישראל 🇮🇱 (@Israel) November 20, 2023
A young Israeli woman begs for her life. A moment later she is shot at point blank range.
New footage from October 7th shows Hamas terrorists executing Israelis who tried to escape from the Nova music festival.
This is a war between good and evil. pic.twitter.com/QPoBjTCDuT
Fréttamiðillinn Reuters hefur staðfest hvar myndskeiðið var tekið upp, nálægt samyrkjubúinu Kibbutz Alumim.