Segir herinn hafa handtekið forstjóra sjúkrahússins

Sjúklingar og fólk á vergangi á Al-Shifa sjúkrahúsinu 10. nóvember.
Sjúklingar og fólk á vergangi á Al-Shifa sjúkrahúsinu 10. nóvember. AFP

Læknir á Al-Shifa sjúkrahúsinu á Gasa segir ísraelskar hersveitir hafa handtekið forstjóra heilbrigðisstofnunarinnar og nokkra aðra heilbrigðisstarfsmenn í morgun.

„Doktor Mohammad Abu Salmiya var handtekinn ásamt nokkrum öðrum yfirlæknum,“ sagði Khalid Abu Samra, deildarstjóri á sjúkrahúsinu, við AFP fréttaveituna.

Segja Hamas-liða nýta sjúkrahúsið

Al-Shifa er stærsta sjúkrahúsið í Gasaborg og hefur verið í brennidepli í aðgerðum Ísraelshers á Gasasvæðinu undanfarið. Herinn heldur því fram að stjórnstöð Hamas-hryðjuverkasamtakanna sé undir sjúkrahúsinu.

Hamas-liðar og stjórnendur sjúkrahússins hafa þvertekið fyrir þær ásakanir.

Myndefni birt 17. nóvember af Ísraelsher sem herinn segir sýna …
Myndefni birt 17. nóvember af Ísraelsher sem herinn segir sýna inngang í neðanjarðargöng Hamas undir sjúkrahúsinu. AFP/Ísraelsher
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert