Vopnahlé á Gasa hefst í fyrramálið

Ísraelskur hermaður skammt frá Gasasvæðinu.
Ísraelskur hermaður skammt frá Gasasvæðinu. AFP/Menahem Kahana

Vopnahlé á Gasasvæðinu og lausn gísla hefst í fyrramálið. Talsmaður utanríkisráðuneytis Katar greindi frá þessu.

„Hléið hefst klukkan 7 á föstudaginn [kl. 5 að íslenskum tíma] … og fyrsti hópur gísla úr röðum almennra borgara verður látinn af hendi klukkan um það bil 16 þann sama dag [kl. 14 að íslenskum tíma],” sagði Majed Al-Ansari og bætti við að þrettán manns verði sleppt lausum.

Ansari sagði að Palestínumönnum yrði einnig sleppt úr haldi en tilgreindi ekki hversu mörgum.

Ísrael og Hamas, sem hafa tekist á síðan 7. október, tilkynntu í gær samning um frelsun að minnsta kosti 50 gísla og tuga palestínskra fanga á meðan á fjögurra daga vopnahléinu stendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert