Átök á borð við þau sem brutust út í Dublin, höfuðborg Írlands, í gærkvöldi eftir að þrjú börn særðust í hnífaárás hafa ekki sést í áratugi, að sögn lögreglunnar.
„Það sem við sáum í gærkvöldi var óvenjumikil ofbeldisalda,” sagði Drew Harris hjá lögreglunni í Dublin.
„Við höfum ekki séð svona lagað í áratugi.”
"Disgraceful scenes from start to finish"
— BBC News (World) (@BBCWorld) November 24, 2023
Garda (Irish police) Commissioner Drew Harris describes violent scenes in Dublin which took place on Thursday https://t.co/aEupzcP1bZ pic.twitter.com/T6aKcjvWjl
Karlmaður réðst á fimm manns, þar af þrjú börn á aldrinum 5 til 6 ára fyrir utan grunnskóla á öðrum tímanum í gær. Eftir árásina safnaðist hópur mótmælenda saman á svæðinu. Ráðist var á fjölda lögreglumanna og kveikt í lögreglubíl nálægt Parnell-torgi þar sem árásin var gerð.