Hamas slepptu 24 gíslum

Gíslarnir voru fluttir af Rauða krossinum til Egyptalands í dag.
Gíslarnir voru fluttir af Rauða krossinum til Egyptalands í dag. AFP

24 gíslum hefur verið sleppt úr haldi Hamas-hryðjuverkasamtakanna á Gasaströndinni í dag. Gíslarnir hafa verið fluttir yfir Rafah-landamærin til Egyptalands.

Þetta segir Alþjóðaráð Rauða krossins á samfélagsmiðlinum X, sem áður hér Twitter. Katörsk stjórnvöld segja að 13 ísraelskum gíslum hafi verið sleppt, auk 10 Taílendinga og eins Filippseyjabúa. 

Katarar segja að Ísraelsmenn muni í staðinn frelsa 39 palestínska fanga, í skiptum fyrir þá gísla sem sleppt var í dag.

Fjög­urra daga vopna­hlé á milli Ísra­els­hers og Ham­as-liða hófst í morg­un og er ráðgert að fanga­skipti fari fram síðar í dag. Sam­komu­lag náðist um að tíma­bundið hlé skyldi gert á átökun­um frá klukk­an sjö að staðar­tíma, sem er um klukk­an fimm að ís­lensk­um tíma.

Næstu fjóra daga er ráðgert að a.m.k. 50 gíslum verði sleppt úr haldi Ham­as. Í skipt­um fyr­ir 50 gísla ætla stjórn­völd í Ísra­el að sleppa 150 palestínsk­um föng­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka