Mótfallin reynslulausn Pistorius

Oscar Pistorius árið 2011.
Oscar Pistorius árið 2011. AFP/Olivier Morin

Móðir Reeva Steenkamp, sem Oscar Pistorius myrti fyrir áratug síðan, segir að þessi fyrrverandi ólympíumeistari fatlaðra í spretthlaupi eigi ekki skilið að fá reynslulausn úr fangelsi.

Áratugur er liðinn síðan Pistorius skaut kærustu sína til bana. Hann hefur óskað eftir reynslulausn í annað sinn á innan við átta mánuðum.

Horfist ekki í augu við sannleikann

„Betrun felur í sér að einhver þarf að koma fram af heiðarleika, þar sem allur sannleikur glæps hans er lagður á borðið sem og afleiðingarnar. Enginn getur sagst sýna iðrun ef hann getur ekki horfst af fullu í augu við sannleikann,” sagði June Steenkamp í yfirlýsingu sem hún sendi nefndinni sem fer yfir ósk Pistorius um reynslulausn.

Rob Matthews, talsmaður June Steenkamp, móður Reeva Steenkamp, ræðir við …
Rob Matthews, talsmaður June Steenkamp, móður Reeva Steenkamp, ræðir við fjölmiðla í morgun í borginni Pretoríu í Suður-Afríku. AFP/Robert Ciuccio

Pistorius, sem er 37 ára, hlaut ekki reynslulausn í mars síðastliðnum þegar hann óskað eftir því. Að mati nefndarinnar hafði hann ekki lokið við lágmarksafplánun til að eiga þess kost að verða hleypt út. Dómstóll úrskurðaði í síðasta mánuði að það hefðu verið mistök og þess vegna ákvað Pistorius að sækja aftur um reynslulausn.

Pistorius drap kærustu sína, fyrirsætuna Reeva Steenkamp, snemma á Valentínusardag árið 2013 eftir að hafa hleypt fimm skotum af í gegnum baðherbergishurð á heimili sínu.

Pistorius eftir hann var dæmdur í fangelsi árið 2016.
Pistorius eftir hann var dæmdur í fangelsi árið 2016. AFP/Marco Longari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert