Hamas-hryðjuverkasamtökin segja að fleiri gíslum verði sleppt úr haldi í kvöld en þau frestuðu afhendingunni fyrr í dag eftir að hafa ásakað Ísrael um að standa ekki við sinn hluta samkomulagsins.
Hamas ásökuðu Ísrael um að að hleypa ekki hjálpargögnum inn á Norður-Gasa og brjóta þannig gegn samkomulagi um fjögurra daga vopnahlé. Ísraelsk stjórnvöld þvertóku fyrir ásakanirnar.
Hamas segja nú í yfirlýsingu að þau hafi tekið vel í tillögur milligöngumanna frá Egyptalandi og Katar, sem hafi sýnt fram á loforð Ísraelshers til þess að „uppfylla öll skilyrði samkomulagsins“.
Samtals verður þrettán Ísraelsmönnum sleppt úr haldi Hamas í skiptum fyrir frelsi 39 palestínskra fanga, að sögn katarska milligöngumanna. Sjö erlendum ríkisborgurum verður einnig hleypt frá Gasa.
Vopnahlé fyrir botni Miðjarðarhafs hófst í gær. Ísrael sleppti þá 39 föngum úr fangelsum, bæði í Ísrael og Palestínu, í skiptum fyrir þá 24 gísla sem Hamas-hryðjuverkasamtökin slepptu.
Ráðgert var að samtals yrði um 50 gíslum sleppt úr haldi Hamas og að Ísrael léti 150 palestínska fanga lausa.