Hryðjuverkasamtökin Hamas hafa ákveðið að fresta afhendingu gísla sem þau ætluðu að frelsa í skiptum við lausn palestínskra fanga, þar til að Ísrael hefur staðið við sinn hluta af samkomulaginu, og hleypt hjálpargögnum inn á Norður-Gasa.
Ísraelsk stjórnvöld þvertaka fyrir meint brot á samkomulaginu um fjögurra daga vopnahlé, sem hófst í gær. Ísraelsher hótar því að útrýma Hamas þegar hléinu lýkur.
„Við munum snúa aftur samstundis þegar vopnahléið er búið og ráðast á Gasa,“ sagði Herzi Halevi hjá Ísraelsher við AFP-fréttaveituna.
Vopnahlé fyrir botni Miðjarðarhafs hófst í gær. Ísrael sleppti þá 39 föngum úr fangelsum, bæði í Ísrael og Palestínu, í skiptum fyrir þá 24 gísla sem Hamas-hryðjuverkasamtökin slepptu.
Ráðgert var að samtals yrði um 50 gíslum sleppt úr haldi Hamas og að Ísrael léti 150 palestínska fanga lausa.
Uppfært kl. 19.03: Rauði hálfmánin segir í færslu á samfélagsmiðlinum X að fulltrúum sínum hafi gengið vel að koma hjálpargögnum til Gasaborgar, á norðurhluta Gasastrandarinnar.
AFP fréttaveitan greinir frá því að fulltrúar Hamas hafi staðfest að fleiri gíslum verði slept í kvöld – 13 Ísraelsmönnum og 7 erlendum ríkisborgurum.
The Palestine Red Crescent successfully delivered humanitarian aid today to the city of #Gaza and the northern governorate of #Gaza in the largest convoy since the start of the continuous aggression on the Strip for the fiftieth consecutive day.#HumantarianAid #HumantarianHeros pic.twitter.com/rJSFTYckrx
— PRCS (@PalestineRCS) November 25, 2023