Íranir taldir standa að baki drónaárásar á skip

Grunur leikur á um að írönsku byltingarverðirnir (IRGC) hafi staðið …
Grunur leikur á um að írönsku byltingarverðirnir (IRGC) hafi staðið að drónaárás sem gerð var á flutningaskip í eigu Ísraela í gær. AFP/Khamenei.ir

Grun­ur leik­ur á um að ír­önsku bylt­ing­ar­verðirn­ir (IRGC) hafi staðið að dróna­árás sem gerð var á flutn­inga­skip í eigu Ísra­ela í gær. Þetta seg­ir emb­ætt­ismaður hjá banda­ríska varn­ar­málaráðuneyt­inu.

„Okk­ur er kunn­ugt um fregn­ir um að grun­ur leiki á að Shahed-136 dróni hafi hæft borg­ara­legt vél­knúið skip í Ind­lands­hafi að frum­kvæði IRGC,“ sagði emb­ætt­ismaður­inn. Bætti hann því við að skipið hafi orðið fyr­ir minni­hátt­ar skemmd­um og eng­in meiðsli urðu á fólki.

Árás­in gerð vegna þess að Ísra­el­ar eiga skipið

Örygg­is­fyr­ir­tækið Ambrey met­ur ástæðuna fyr­ir árás­inni vera sú að skipið sé í eign Ísra­ela.

„Skip­inu var stjórnað af ísra­elsku fé­lagi, sem var metið ástæðan fyr­ir því að það var skot­mark,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Ambrey.

Aðeins tæp vika er liðin síðan að Húta, sam­tök síja-múslima og upp­reisn­ar­menn í Jemen, náðu flutn­inga­skipi og starfs­mönn­um þess á sitt vald en þeir töldu fyr­ir­tækið sem átti skipið hafa tengsl við Ísra­el. Húta-upp­reisn­ar­menn­irn­ir eru studd­ir af ír­önsk­um stjórn­völd­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert