Grunur leikur á um að írönsku byltingarverðirnir (IRGC) hafi staðið að drónaárás sem gerð var á flutningaskip í eigu Ísraela í gær. Þetta segir embættismaður hjá bandaríska varnarmálaráðuneytinu.
„Okkur er kunnugt um fregnir um að grunur leiki á að Shahed-136 dróni hafi hæft borgaralegt vélknúið skip í Indlandshafi að frumkvæði IRGC,“ sagði embættismaðurinn. Bætti hann því við að skipið hafi orðið fyrir minniháttar skemmdum og engin meiðsli urðu á fólki.
Öryggisfyrirtækið Ambrey metur ástæðuna fyrir árásinni vera sú að skipið sé í eign Ísraela.
„Skipinu var stjórnað af ísraelsku félagi, sem var metið ástæðan fyrir því að það var skotmark,“ segir í tilkynningu frá Ambrey.
Aðeins tæp vika er liðin síðan að Húta, samtök síja-múslima og uppreisnarmenn í Jemen, náðu flutningaskipi og starfsmönnum þess á sitt vald en þeir töldu fyrirtækið sem átti skipið hafa tengsl við Ísrael. Húta-uppreisnarmennirnir eru studdir af írönskum stjórnvöldum.
🔴 WATCH: Yemen’s Houthis release footage showing the hijacking of a Japanese operated cargo ship in the Red Sea they believed was Israeli owned pic.twitter.com/Kfq3NbGLQm
— i24NEWS English (@i24NEWS_EN) November 20, 2023