Morðingi George Floyd stunginn í fangelsi

Derek Chauvin árið 2021.
Derek Chauvin árið 2021. AFP/Fangelsismálayfirvöld í Minnesota

Derek Chau­vin, banda­ríski lög­reglumaður­inn sem myrti Geor­ge Floyd árið 2020, var stung­inn í fang­elsi í Tuscon Arizona í gær þar sem hann afplán­ar rúm­lega 22 ára fang­els­is­dóm fyr­ir morðið á Floyd.

Morðið átti sér stað í Minn­estota-ríki sum­arið 2020. Chau­vin hélt hné á hálsi Floyds í tæp­ar tíu mín­út­ur, með þeim af­leiðing­um að hann kafnaði. Í kjöl­farið brut­ust út hörðu mót­mæli víða um Banda­rík­in vegna of­beldi í garð svartra af hálfu lög­regl­unn­ar. 

Í til­kynn­ingu frá fang­els­is­mála­yf­ir­völd­um í Banda­ríkj­un­um kem­ur fram að ráðist hafi verið á ónefnd­ann fanga í fang­els­inu í Tuscon klukk­an 12:30 að staðar­tíma. Ein­stak­ling­ur­inn var send­ur á sjúkra­hús í ná­grenni fang­els­is­ins til frek­ari meðferðar eft­ir að fanga­verðir höfðu reynt end­ur­lífg­un­ar­tilraun­ir.

Sam­kvæmt heim­ild­um New York Times lifði Chau­vin árás­ina af.  

AP-frétta­veit­an grein­ir frá því að eng­inn starfsmaður hafi særst og búið sé að upp­lýsa banda­rísku al­rík­is­lög­regl­una (FBI) um árás­ina. 

Í júní á þessu ári voru birt­ar niður­stöður rann­sókn­ar á morðinu á Floyd þar sem kom fram að lög­regl­an í Minn­ea­pol­is í Minn­isota mis­mun­i minni­hluta­hóp­um og beit­i of miklu valdi. Rann­sókn­in tók fyr­ir at­vik bæði fyr­ir og eft­ir and­lát Floyds. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert