Hamas opin fyrir framlengdu vopnahléi

Rauði krossinn flutti gísla til Egyptalands í dag.
Rauði krossinn flutti gísla til Egyptalands í dag. AFP

Hamas-samtökin eru opin fyrir því að framlengja vopnahléið á Gasasvæðinu um tvo til fjóra daga. 17 gíslum var sleppt í dag og Ísraelsk stjórnvöld sögðust rétt í þessu hafa frelsað 39 palestínska fanga.

AFP-fréttaveitan hefur það eftir heimildarmanni sínum sem þekkir vel til forsvarsmanna hryðjuverkasamtakanna að Hamas-liðar séu opnir fyrir framlengdu vopnahlé og að þeir telji að 20-40 gíslum geti verið sleppt til viðbótar þeim sem samið hefur verið um.

Í dag er þriðji dag­ur­inn af fjórum í vopnahléi á Gasasvæðinu. Hingað til hafa Ham­as látið 43 ísra­elska gísla lausa úr haldi sínu og Ísrael hefur sleppt 117 palestínskum föngum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert