Hamas sleppir fleiri gíslum

Palestínumenn nota fjögurra daga vopnahléð til þess að kanna ástand …
Palestínumenn nota fjögurra daga vopnahléð til þess að kanna ástand heimila sinna eftir sprengjuárásir Ísraelshers. AFP/Mahmud Hams

Ísraelski herinn segir að 13 fleiri gíslum úr haldi Hamas hafi verið sleppt og séu nú komnir til Ísrael. Fjórir til viðbótar séu á leiðinni til Egyptalands.

Í tilkynningu Ísraelshers segir að 12 af gíslunum séu á leiðinni á bækistöð hersins en einum hafi verið flogið beint á spítala.

Gíslunum sem sleppt hefur verið í dag eru 13 ísraelskar konur og börn, einn rússneskur maður með ísraelskan ríkisborgararétt og þrír Thailendingar. 

Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði fyrir skömmu að á meðal gíslanna væri fjögurra ára barn frá Bandaríkjunum. Foreldrar barnsins voru myrtir af Hamas 7. október.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert