Segja að vopnahlé verði framlengt um tvo daga

Búið er að framlengja vopnahléið um tvo daga.
Búið er að framlengja vopnahléið um tvo daga. AFP/Ísraelski herinn

Utanríkisráðuneyti Katar tilkynnti rétt í þessu að vopnahléið á milli Ísraels og hryðjuverkasamtakanna Hamas verði framlengt um tvo daga í viðbót.

CNN greinir frá.

Tilkynningin kemur í kjölfar þess að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hringdi í forsætisráðherra Katar á mánudag, að sögn kunnugra heimildarmanna.

Egyptar höfðu áður sagt að viðleitni væri í gangi til að lengja hléið um tvo daga. Hamas sagðist hafa samið við Katar og Egyptaland um að framlengja vopnahléið um tvo daga til viðbótar „með sömu skilyrðum og áður“.

Stjórnvöld í Ísrael höfðu áður gefið út að þau væru til í að framlengja vopnahléið með því skilyrði að þau fengju til baka í það minnsta tíu gísla úr haldi Hamas-samtakanna fyrir hvern einasta dag sem það myndi vara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert