Semja um lausn þeirra sem eru í haldi

Samningaumleitanir standa nú yfir um gerð lista yfir þá sem eigi að sleppa úr haldi Hamas-hryðjuverkasamtakanna annars vegar og hins vegar úr haldi Ísraela.

Þetta herma heimildir frá skrifstofu Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. BBC greinir frá.

Veita upplýsingar þegar þær liggja fyrir

„Við vitum af því álagi sem fjölskyldur þeirra sem eru í haldi eru undir. Við munum veita frekari upplýsingar þegar þær liggja fyrir,“ er haft eftir heimildarmanni innan forsætisráðuneytis Ísraels.

Hamas segjast vera opin fyr­ir því að fram­lengja vopna­hléið á Gasa­svæðinu um tvo til fjóra daga en 17 gísl­um þeirra var sleppt í gær. Ísra­elsk stjórn­völd sögðust í kjölfarið hafa frelsað 39 palestínska fanga.

Avihai Brodetz faðmar börn sín að sér eftir að þeim …
Avihai Brodetz faðmar börn sín að sér eftir að þeim var sleppt úr haldi Hamas-hryðjuverkasamtakanna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert