Bandarískur tundurspillir skaut niður dróna

Í október skutu bandarísk herskip niður fjórar stýriflaugar og 15 …
Í október skutu bandarísk herskip niður fjórar stýriflaugar og 15 dróna sem sem Hútar höfðu skotið á loft frá Jemen í átt að Ísrael. AFP/Bandaríski sjóherinn/Aaron Lau

Bandaríski tundurspillirinn USS Carney skaut niður dróna í kvöld sem tók á loft frá þeim hluta Jemen sem er undir stjórn Húta, sem studdir eru af Íran, að sögn bandaríska hersins.

Segir herinn að dróninn sé írönsk smíði.

Í október skutu bandarísk herskip niður fjórar stýriflaugar og 15 dróna sem sem Hútar höfðu skotið á loft frá Jemen í átt að Ísrael.

Frá því að stríðið á milli Ísraels og hryðjuverkasamtakanna Hamas hóst þann 7. október hafa Bandaríkin sent til Mið-Austurlanda tvö flugmóðurskip, stuðningsskip þeirra og þúsundir bandarískra hermanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert