Bandarískur tundurspillir skaut niður dróna

Í október skutu bandarísk herskip niður fjórar stýriflaugar og 15 …
Í október skutu bandarísk herskip niður fjórar stýriflaugar og 15 dróna sem sem Hútar höfðu skotið á loft frá Jemen í átt að Ísrael. AFP/Bandaríski sjóherinn/Aaron Lau

Banda­ríski tund­ur­spill­ir­inn USS Car­ney skaut niður dróna í kvöld sem tók á loft frá þeim hluta Jemen sem er und­ir stjórn Húta, sem studd­ir eru af Íran, að sögn banda­ríska hers­ins.

Seg­ir her­inn að drón­inn sé ír­önsk smíði.

Í októ­ber skutu banda­rísk her­skip niður fjór­ar stýrif­laug­ar og 15 dróna sem sem Hút­ar höfðu skotið á loft frá Jemen í átt að Ísra­el.

Frá því að stríðið á milli Ísra­els og hryðju­verka­sam­tak­anna Ham­as hóst þann 7. októ­ber hafa Banda­rík­in sent til Mið-Aust­ur­landa tvö flug­móður­skip, stuðnings­skip þeirra og þúsund­ir banda­rískra her­manna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert