Brotlenti undan ströndum Japan

MV-22 Osprey-þyrla í eigu Bandaríkjahers. Sams konar þyrla brotlenti undan …
MV-22 Osprey-þyrla í eigu Bandaríkjahers. Sams konar þyrla brotlenti undan ströndum Japan. AFP/Charly Triballeau

Osprey-þyrla Bandaríkjahers brotlenti undan ströndum Japan í dag. Átta voru í áhöfn þyrlunnar. 

Fjölmiðlar í Japan segja líklegt að brak vélarinnar muni finnast í grennd við Yakushima-eyju, en þyrlan var að reyna að lenda á eyjunni er slysið varð. 

Eldur kviknaði í vinstri vél þyrlunnar að því er fram kemur í japönskum fjölmiðlum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert