Einn fórst í þyrluslysinu við Japan

MV-22 Osprey-þyrla í eigu Bandaríkjahers. Sams konar þyrla brotlenti undan …
MV-22 Osprey-þyrla í eigu Bandaríkjahers. Sams konar þyrla brotlenti undan ströndum Japan. AFP/Charly Triballeau

Einn maður fórst er Osprey-þyrla bandaríska hersins brotlenti við strendur Japan í dag. Sex voru í áhöfn vélarinnar, en áður hafði komið fram að átta manns hefðu verið um borð. 

Landhelgisgæsla Japans greinir svo frá að einn hafi fundist meðvitundarlaus í sjónum. Hann hafi verið úrskurðaður látinn við komuna á sjúkrahús. 

Þyrlan var fyrir utan Yakushima-eyju og var henni ætlað að lenda þar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert