Hefja árásir að nýju

Ísraelsher beið ekki boðanna og byrjaði strax að skjóta eldflaugum …
Ísraelsher beið ekki boðanna og byrjaði strax að skjóta eldflaugum á Rafah-borg á Gasasvæðinu í morgun. AFP/Said Khatib

Ísraelsher hefur hafið árásir á Gasasvæðið að nýju eftir að samningar um vopnahlé runnu út. Vopnahlé hafði verið í gildi síðan á föstudaginn síðasta. BBC greinir frá. 

Greint er frá því að Ísraelsher hafi ákveðið að hefja árás á ný eftir að hafa sakað Hamas-hryðjuverkasamtökin um að fara ekki eftir samningum um vopnahlé. 

Ísraelar hafa þegar myrt sex Palestínumenn við Rafah-borg eftir að vopnahléinu lauk. Þá er greint frá því að herinn hafi einnig myrt tvö palestínsk börn í loftárásum sínum á norðurhluta Gasaborgar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka