Chauvin stunginn yfir tuttugu sinnum

Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem myrti George Floyd árið 2020.
Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem myrti George Floyd árið 2020. AFP

John Turscak, fyrrverandi undirheimaleiðtogi og uppljóstrari alríkislögreglu Bandaríkjanna, stakk Derek Chauvin 22 sinnum í fangelsi í Tuscon í Arizona í síðasta mánuði.

Turscak sagði árásina til komna vegna morðsins á George Floyd. 

Þá sagði Turscak að hann hefði líklegast myrt Chauvin, hefðu fangaverðir ekki stöðvað hann.

Afplánar 30 ára fangelsisdóm

Turscak sætir fangelsisvistar til 30 ára fyrir glæpi sem hann framdi í slagtogi við mexíkóskt glæpagengi á sínum tíma.

Turscak er sakaður um að hafa ráðist á Chauvin með heimatilbúnum hnífi á bókasafni fangelsisins á svokölluðum Svörtum föstudegi. Turscak sagði val hans á degi táknrænt og vísaði til „Black Lives Matter“ hreyfingarinnar, sem spratt upp eftir morðið á George Floyd. 

Turscak sagðist hafa hugsað um að ráðast á Chauvin um mánuði áður en hann lét verða af því, en að ætlunin hafi ekki verið að myrða hann. 

Fangelsisvist Turscak átti að renna út 2026, en í ljósi árásarinnar á Chauvin má vænta að hann verði vistaður til lengri tíma. 

ABC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert