Vilji til aðgerða á COP28

Fulltrúar fjölda þjóða sækja ráðstefnuna, sem fram fer um þessar …
Fulltrúar fjölda þjóða sækja ráðstefnuna, sem fram fer um þessar mundir. Mikill vilji virðist vera til aðgera. AFP/Ina Fassbender

Fulltrúar sem sitja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP28, hafa hingað til sammælst um fjölda yfirlýsinga sem lofa auknum aðgerðum í loftslagsmálum. 

Tugþúsundir fulltrúar víðs vegar úr heiminum sækja ráðstefnuna að þessu sinni, en yfir 80 fulltrúar sækja hana fyrir Íslands hönd. 

Ráðstefnan fer fram um þessar mundir í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, einu stærsta olíuveldi heims sem er talið athugunarvert. Þá hafa vaknað upp spurningar um heilindi þeirra sem standa að baki ráðstefnunnar. 

Innspýting í loftslagsmálefnin

Efnt hefur verið til stofnunar sjóðs sem mun styðja við bakið á löndum sem munu koma verst út úr áhrifum loftslagsbreytinga. Þá hafa Sameinuðu arabísku furstadæmin Þýskalands, Frakkland, Bretland, Danmörk og Bandaríkin heitið því að styrkja sjóðinn.

Í heildina safnaðist í orði 653 milljónir dollara í sjóðinn sem sérfræðingar segja ekki nærrum því nóg til. 

Um það bil 116 þjóðir hétu því að þrefalda getu sína til þess að framleiða endurnýtanlega orku fyrir árið 2030.

Þá var gefin út sameiginleg yfirlýsing 20 þjóða, undir handleiðslu Bandaríkjanna, að þrefalda getu í kjarnorkuframleiðslu fyrir árið 2050. 

Heilsueflandi aðgerðir

Liðlega 130 þjóðir samþykktu viljayfirlýsingu þess efnis að setja matvæli og matvælaframleiðslu í forgang með mið af loftslagaðgerðum.

Yfirlýsing kallaði þó á gagnrýni fyrir margræða merkingu.

Þá fylgdi í kjölfarið yfirlýsing liðlega 120 þjóða sem hétu því að: „kjarna heilsu í loftslagsaðgerðum.“ Þá er vakinn athygli á skaðleg áhrif loftslagsbreytinga á heilsu fólks eins og til að mynda hitabylgju, mengun og sjúkdómar sem skjóta upp kollinum í kjölfar breytilegs veðurfars. 

Vilji til að loka öllum kolaorkuverum

Athygli vakti að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna sækir ekki ráðstefnuna, en í hans stað er Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, en í morgun bættust Bandaríkin í hóp rúmlega 50 ríkja sem segjast ætla að loka öllum kolaorkuverum fyrir árið 2035.

Þá er Xi Jinping, forseti Kína ekki viðstaddur ráðstefnuna, en Kína heldur úti einni mestu kolabrennslu á heimsvísu. 

Frans páfi ætlaði sér að sækja ráðstefnuna, en þurfti frá að hverfa sökum kvefs, en fulltrúi hans las ræðu páfans á ráðstefnunni sem hvatti fólk til þess að gæta að almannahagsmunum í stað sérhagsmuna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert