Árásarmaðurinn sór hollustueið við Ríki íslams

Hryðjuverkamaðurinn sór hollustueið við Ríki íslams.
Hryðjuverkamaðurinn sór hollustueið við Ríki íslams. AFP/Dimitar Dilkoff

Maðurinn sem stakk ferðamann til bana nálægt Eiffel-turn­in­um í París í gær sór hollustueið við hryðjuverkasamtökin Ríki íslams í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum, að sögn franskra hryðjuverkasaksóknara. Hann hafði áður verið handtekinn fyrir skipulagningu hryðjuverka, sem þó ekki varð af.

Í árásinni í gær lést einn Þjóðverji og tveir aðrir særðust.

Árið 2016 var hryðjuverkamaðurinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að skipuleggja aðra árás og hafði verið undir eftirliti frönsku öryggisþjónustunnar. Var hann einnig undir nánu sálfræðieftirliti vegna geðvandamála.

Móðirin hafði áhyggjur í október

Maðurinn er róttækur íslamisti sem hafði samfélagsmiðlatengsl við gerendur annarra nýlegra hryðjuverka í Frakklandi. Þetta sagði yfirsaksóknarinn Jean-Francois Ricard við fréttamenn fyrr í dag.

Ricard segir að í október hafi móðir hans haft samband við yfirvöld því hún væri farin að hafa áhyggjur af syni sínum á nýjan leik. Ricard segir þó að þá hafi ekki verið neinn grundvöllur til að sækja hann til saka.

Maður­inn tjáði lög­reglu að hann gæti ekki þolað að mús­lím­ar væru myrt­ir í Af­gan­ist­an og Palestínu, að sögn Ger­ald Darmanin inn­an­rík­is­ráðherra Frakklands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert