Engin erindi borist frá Íslendingum

Jarðskjálftinn mældist 7,6 að stærð.
Jarðskjálftinn mældist 7,6 að stærð. AFP

Engin erindi hafa borist borgaraþjónustunni vegna Íslendinga í hættu eftir stóra jarðskjálfta á Filippseyjum. Þetta staðfestir Ægir Þór Ey­steins­son, fjöl­miðlafull­trúi ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, í samtali við mbl.is.

Í gærkvöldi mældist jarðskjálfti 7,6 að stærð á Mindanao-eyju. Fjölmargir stórir eftirskjálftar hafa fylgt, þar á meðal skjálfti sem mældist 6,6 í dag. Tveir hafa látið lífið á svæðinu þar sem skjálftinn reið yfir og fjöldi særst.

38 Íslendingar eru búsettir á Filippseyjum samkvæmt gögnum Þjóðskrár

Tveir létu lífið á svæðinu þar sem skjálftinn reið yfir …
Tveir létu lífið á svæðinu þar sem skjálftinn reið yfir og fjöldi særðist. AFP

Joseph Lambo, lögreglustjóri í Hinatuan, sagði að fjöldi fólks hafi flúið heimili sín aftur eftir jarðskjálftann í dag sem varð klukkan 18:36 að staðartíma. 

„Íbúar örvæntu vegna minningarinnar um skjálftann í fyrri nótt,“ sagði Lambo við AFP-fréttaveituna.

Þrítugur karlmaður og ófrísk kona létust 

30 ára gamall karlmaður lést í borginni Bislig í Surigao del Sur–héraði þegar veggur inni í húsinu hans féll á hann og þá lést ófrísk kona í Tagum borg í Davao del Norte–héraði eftir skjálftann í gær. 

Veðurstofan á Filippseyjum gaf út flóðbylgjuviðvörun eftir jarðskjálftann í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert