Tundurspillir beitti vopnum til varnar flutningaskipum

Bandaríski tundurspillirinn USS Carney skaut í dag niður þrjá dróna.
Bandaríski tundurspillirinn USS Carney skaut í dag niður þrjá dróna. AFP/Aaron Lau/Bandaríski herinn

Banda­ríski tund­ur­spill­ir­inn USS Car­ney skaut í dag niður þrjá dróna sem tóku á loft frá þeim hluta Jemen sem eru und­ir stjórn Húta, sem studd­ir eru af Íran. Drón­un­um var sigað á flutn­inga­skip á Rauðahaf­inu.

Voru þetta fjór­ar árás­ir á þrjú flutn­inga­skip sem starfa á alþjóðlegu hafsvæði í suður­hluta Rauðahafs.

Að und­an­förnu hafa upp­reisn­ar­menn úr röðum Húta skotið eld­flaug­um í átt að Ísra­el og gert dróna­árás­ir á at­vinnu­skip á hafi úti. Þeir tóku til að mynda á vald sitt flutn­inga­skip fyr­ir nokkr­um vik­um.

„Arleigh-Burke-tund­ur­spill­ir­inn USS Car­ney brást við neyðarkalli frá skip­un­um og veitti aðstoð og skaut niður þrjár dróna sem voru á leið að her­skip­inu um dag­inn, seg­ir í yf­ir­lýs­ingu banda­ríska hers­ins.

Íran hef­ur gefið bless­un sína á árás­irn­ar

Banda­ríski her­inn seg­ir að árás­irn­ar séu bein ógn við alþjóðleg viðskipti og sigl­inga­ör­yggi.

Her­inn kveðst líka hafa fulla ástæðu til að trúa því að þess­ar árás­ir myndu ekki eiga sér stað án bless­un­ar klerka­veld­is­ins í Íran.

Upp­reisn­ar­menn­irn­ir segj­ast ekki ætla hætta að skjóta á flutn­inga­skip og banda­rísk skot­mörk fyrr en Ísra­el hætt­ir stríði sínu við hryðju­verka­sam­tök­in Ham­as.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert