Ungabarn lést eftir bit „úlfablendings“

Mynd úr safni af „úlfablendingi“.
Mynd úr safni af „úlfablendingi“.

Þriggja mánaða gamalt barn lést í Alabama í Bandaríkjunum eftir að hafa verið bitið af „úlfablendingi“ sem fjölskylda barnsins átti sem gæludýr. 

CNN greinir frá því að lögreglu hafi borist tilkynning um atvikið um hádegi á fimmtudag í bænum Chelsea. Lögregla, slökkvilið og dýraeftirlit voru kölluð til. 

Barnið var flutt á sjúkrahús þar sem það var úrskurðað látið eftir áverkana sem dýrið veitti því.

Dýrið aflífað

„Úlfblendingur“ er hugtak sem notað er yfir hund sem er af úlfa- og hundaættum. Fjölskyldan var meðvituð um hundurinn var ættaður af úlfum, að sögn réttarmeinafræðingsins Lina Evans.

Dýrið var aflífað að beiðni lögreglunnar. Evans tjáði CNN að andlát barnsins yrði rannsakað.

Um 16 þúsund manns búa í Chelsea. Tony Picklesimer bæjarstjóri vottaði fjölskyldunni samúð sýna í yfirlýsingu á föstudag. 

„Það er óhugsandi að svona komi fyrir barn,“ sagði Picklesimer og bætti við að mikilvægt væri að tryggja öryggi fjölskyldu og nágranna ef fólk kysi að eiga framandi gæludýr. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert