Ísraelsher hefur hafið árás í Suður-Gasa. Þetta fullyrðir bandaríska dagblaðið New York Times.
Reisir dagblaðið mat sitt á gögnum úr gervihnattamyndum sem sérfræðingar þess hafa greint. Sýna gögnin að árásin hafi verið í farvatninu í nokkurn tíma.
Ísraelsher hefur unnið umtalsvert af landi í norðurhluta Gasasvæðisins síðan í október. Nú er árás hafin á landi í þann hluta sem hefur hingað til verið undir stjórn Hamas-hryðjuverkasamtakanna.
Í umfjöllun New York Times segi að þessi innrás muni koma til með að hafa mikil áhrif á gang stríðsins. Í suðrinu er borgin Khan Younis. Telja ráðamenn í hernum að lykilmenn innan Hamas-hryðjuverkasamtakanna hafa falið sig allt frá því Ísraelsher hóf árásir á norðurhluta Gasa.