Sókn Ísrelshers þyngist

Ísraelskur skriðdreki skammt frá Gasasvæðinu í gær.
Ísraelskur skriðdreki skammt frá Gasasvæðinu í gær. AFP/Menahem Kahana

Ísraaelsher segist hafa sett aukinn kraft í sókn sína á jörðu niðri víðs vegar um Gasasvæðið.

Talsmaður hersins, Daniel Hagari, sagði ísraelsku hermennina vera komna „augliti til auglitis” við palestínska vígamenn.

Í morgun bað Ísraelsher íbúa um að yfirgefa um 20 svæði á miðju Gasasvæðinu.

Talsmaður Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna sagðist vera „uppiskroppa með leiðir til að lýsa hryllingnum sem börn” á Gasasvæðinu þurfa að upplifa.

„Verstu loftárásir stríðsins eru núna í gangi á suðurhluta Gasa,” sagði James Elder, að því er BBC greindi frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka