Þjáningar fólks óbærilegar

Mirjana Spoljaric, forseti Alþjóðahreyfingar Rauða krossins, segir óviðunnandi að óbreyttir …
Mirjana Spoljaric, forseti Alþjóðahreyfingar Rauða krossins, segir óviðunnandi að óbreyttir borgarar eigi ekki öruggan samastað á Gasasvæðinu. Að engin mannúðaraðstoð sé möguleg á meðan hernaðaraðgerðir standi yfir. Samsett mynd/AFP

Mirjana Spoljaric, forseti Alþjóðahreyfingar Rauða krossins, ferðaðist til Gasa í dag. Hún segir þjáningar fólks óbærilegar á svæðinu.

Forsetinn tjáði sig á X (Twitter) en einnig er haft eftir henni í yfirlýsingu frá hreyfingunni að það sé óviðunnandi að óbreyttir borgarar eigi ekki öruggan samastað á Gasasvæðinu. Að engin mannúðaraðstoð sé möguleg á meðan hernaðaraðgerðir standi yfir.

Gíslana þarf að láta lausa

Þá er haft eftir Spoljaric að þá sem sviptir hafi verið frelsi sínu þurfi að meðhöndla mannúðlega.

„Gíslana þarf að láta lausa og Rauði krossinn þarf að fá að heimsækja þá þannig að öryggis veðri gætt,“ sagði hún.

Heilbrigðisyfirvöld á Gasasvæðinu, sem stýrt er af Hamas-hryðjuverkasamtökunum, segja yfir 15.500 manns hafa týnt lífi á svæðinu síðan árásir Ísraela hófust. Segja þau að um 70% hinna látnu séu konur og börn. Efnt hefur verið til fjöldamótmæla víða um heim vegna þessa.

„Mannúðarhlé síðustu viku kveikti vonarneista mannúðar um að hægt sé að finna leið til minnkandi þjáningar.

Sem hlutlaus aðili er Alþjóðahreyfing Rauða krossins reiðubúin að styðja við frekari mannúðarsamkomulög sem draga úr þjáningum,“ er haft eftir Spoljaric í yfirlýsingunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka