Bandaríkjaher fær „óhindraðan“ aðgang að 17 sænskum herstöðvum, að því er segir í nýju samkomulagi á milli ríkjanna. Sænska ríkisútvarpið greinir frá.
Samkvæmt samkomulaginu getur her Bandaríkjanna meðal annars framkvæmt heræfingar í sænsku herstöðvunum, haft þar viðveru hermanna og fyllt eldsneyti á flugvélar og skip hersins.
Kjarnavopn verða ekki flutt eða geymd á sænsku landsvæði að sögn Pål Jonson, varnarmálaráðherra Svíþjóðar.