Byssumaður hóf skotárás í Nevada-háskóla í Las Vegas í Bandaríkjunum í dag. Lögregla segist telja sig hafa staðsett árásarmanninn og segir hann nú látinn.
Óljóst er hversu margir urðu fyrir skoti eða hversu alvarlega særðir þeir kunna að vera.
Tilkynnt var um árásina rétt fyrir hádegi að staðartíma þegar skólinn sendi frá sér neyðarboð til nemenda. Áttu þeir að rýma skólann og safnast saman á skilgreindum öruggum svæðum.
Skömmu síðar greindi lögreglan í Las Vegas frá því á X, áður Twitter, að hún væri í útkalli vegna skotárásar við skólann.
#BREAKING We are responding to preliminary reports of an #ActiveShooter on the campus of UNLV near BEAM Hall. There appears to be multiple victims at this time. Please avoid the area and we will have more information soon. pic.twitter.com/iylYGPhr33
— LVMPD (@LVMPD) December 6, 2023