Árásarmaðurinn var háskólaprófessor

Nevada-háskólinn í Las Vegas þar sem skotárásin átti sér stað.
Nevada-háskólinn í Las Vegas þar sem skotárásin átti sér stað. MARIO TAMA

Þrír létust í skotárásinni í Nevada-háskóla í Las Vegas. Skotárásarmaðurinn var háskólaprófessor á sjötugsaldri. 

Einn særðist og liggur nú á sjúkrahúsi, í stöðugu ástandi, að sögn lögreglu í Las Vegas.

Hafði sótt um starf við háskólann

Árásarmaðurinn var skotinn til bana af lögreglu í kjölfar árásarinnar og segir lögregla að um sé að ræða hvítan karlmann á sjötugsaldri sem áður hafði starfað við háskóla í Norður-Karólínu og Georgíu-ríki. Hafði maðurinn sótt um starf við Nevada-háskólann.

Lögregla kveðst ekki vilja gefa upp nafn árásarmannsins fyrr en samband hefur náðst við aðstandendur hans. Ekki liggur fyrir hver ásetningur hans var.

Fleiri en 630 fjöldaskotárásir hafa átt sér stað í Bandaríkjunum á þessu ári. Mannskæðasta árás af slíku tagi í sögu Bandaríkjanna átti sér einnig stað í Las Vegas árið 2017 og varð fleiri en 50 manns að bana. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert